Ríkisútvarpið greindi frá því að árslaun Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna,  hækkuðu um 19,11 milljónir króna frá ári 2009 til 2015, eða um 104,4%. Hækkunin er langt umfram hækkun launavísitölu almennt, launavísitölu stjórnenda og miðgildi launa stjórnenda, samkvæmt Hagstofu Íslands. Laun framkvæmdarstjóra tveggja annarra framkvæmdarstjóra lífeyrissjóða hækkuðu um 29% og 49% á sama tímabili.

Samkvæmt ársskýrslum Lífeyrissjóðs verslunarmanna voru árslaun Guðmundar 18,26 milljónir króna árið 2009 þegar hann tók til starfa sem framkvæmdarstjóri. Árið 2010 voru launin 19,49 milljónir en frá árinu 2011 til 2014 hækkuðu launin um 12,1% til 19,4% á ári og voru 35,85 milljónir árið 2014. Árið 2015 voru árslaunin svo 37,37 milljónir samkvæmt nýjusta ársskýrslu sjóðsins.

Mikil hneykslan og reiðibylgja hefur farið um netheima eftir þessa frétt. Lífeyrisþegum í þessum lífeyrissjóð er verulega misboðið.

Comments

comments