Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sendir ungu fólki skýr skilaboð í myndbandi sem hún birti á heimasíðu sinni aslaugarna.is fyrr í dag. Áslaug er að benda á að sumar stjórnvaldsaðgerðir eru í raun að skerða valfrelsi einstaklingsins. Áslaug skrifar á heimasíðu sína:

„Daglega er okkar sagt hvernig við eigum að haga okkur og daglega rekumst við á hindranir sem stjórnmálamenn hafa komið fyrir og takmarka valfrelsi. Afskipti hins opinbera af húsnæðismarkaði er gott dæmi um slíkar hindranir. Með afskiptum sínum kemur hið opinbera í veg fyrir að einstaklingar hafi nokkurt valfrelsi í húsnæðismálum. Þannig er grafið undan möguleikum okkar á að verða fjárhagslega sjálfstæð. Með nýju húsnæðisbótakerfi, sem miðar að því að gera sem flesta að leigjendum með umsvifamiklum bótagreiðslum, er verið með neikvæðum fjárhagslegum hvötum að takmarka þetta valfrelsi enn frekar.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Áslaug birti um húnæðismálin.

Comments

comments