Það vekur verulega furðu að Samkeppniseftirlitið skuli ekki vera búið að gera innrás í olíufélögin hér á landi. Eftir komu Costco á þennan markað blasir við neytendum að olíufélögin íslensku stunda hér mjög virkt verðsamráð. Þau eru ekki einu sinni að þykjast keppa í verði. Öll stóru félögin eru með lítrann á 199,90 kr en Atlantsolía þar sem þjónusta er mjög takmörkuð er örlítið fyrir neðan með 196,40 kr. Svona er þetta búið að vera vikum og mánuðum saman. Einhvers staðar í heiminum yrði þetta til þess að þau yrðu sektuð um háar upphæðir fyrir verðsamráð. Þyrfti þá ekki einu sinni að taka upp símtöl eða lesa í gegnum tölvupósta á milli æðstu stjórnenda til sakfellingar eins og í gamla olíusamráðsmálinu. 

Þegar fylgst er með vefsíðunni GSMbensín Þá blasir þetta við. Það er einkennilegt að sá aðili sem heldur úti þessari síðu hefur ekki sett verð á eldsneyti frá Costco inn á síðuna en það rýrir gildi hennar að svo skuli ekki vera.

Marínó G. Njálsson fjallar um þetta bensínbrjálæði á Íslandi í færslu á Facebook og segir m.a.:

„Í Danmörku, þá breyta ALLAR bensínstöðvar verði á eldsneyti oft á sólarhring og verð getur við mismunandi hjá sama fyrirtæki eftir staðsetningu. Ég hef svo sem ekki þurft að taka bensín þar lengi, en þegar ég gerði að síðast, gat verið gott að hafa augun opin fyrir hagstæðu verði. Þar er hagstætt eldsneytisverð notað til að trekja að neytendur og fá þá til að versla aðrar vörur, sem í boði eru á bensínstöðinni.“

Á Íslandi er þessu öfugt farið. Ef þú hefur hug á því að kaupa aðra þjónustu af olíufyrirtækjunum þá er verðlag þar í hæstu hæðum og þér er grimmilega refsað með hæsta bensínverðinu að auki. Undir því yfirskini að það sé svo dýrt að veita þjónustu. Þarna er búið að snúa öllum rökum á haus. A.m.k. blasir við að eldsneyti ódýrast, þar sem engin önnur þjónusta er í boði. Þetta ætti einmitt að vera öfugt. Lægra bensínverð ætti að vera í boði þar sem hægt er að selja viðskiptavininum viðbótar þjónustu.

Skjámynd frá GSMbensín

 

Comments

comments