89e6398b9839c854b3a791680cb84859Hjörleifur Hallgrímsson er ósáttur við framgögnu sveitunga síns Höskuldar Þórhallssonar í Morgunblaðinu í dag. Rifjar hann upp störf Höskuldar að undanförnu og segir:

Fyrir nokkrum dögum barst fimm síðna bréf til flokksmanna í NA-kjördæmi frá Höskuldi Þórhallssyni, 2. þingmanni Framsóknarflokksins þar.

Innihaldi bréfsins má að mestu skipta í tvennt, annars vegar óhóflega sjálfsánægju með lítið og lýsingar á hans ágæti í störfum Alþingis og nokkrum nefndum, sem að einhverju leyti eru bara sjálfshól og helber ósannindi í bland.

Hins vegar ræðst hann að formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð, og hans ágætu eiginkonu, Önnu Sigurlaugu, með skítkasti. Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hann upp í bréfinu t.d. að hann sé búinn að tryggja fé til endurbóta á Egilsstaða-, Húsavíkur- og Norðfjarðarflugvelli, sem er ekki rétt því innan skamms verður hafist handa við lagfæringar á Norðfjarðarflugvelli eingöngu vegna þess að heimamenn fengu ríkið til framkvæmdanna með því að leggja tugi milljóna á móti. Ég veit ekki til að Höskuldur hafi komið þar nálægt og svo er e.t.v. um hina flugvellina líka. Þá þakkar hann sér að styttist í að slegið verði í gegn í göngunum undir Vaðlaheiði, sem eru algjör ósannindi og flughlaðið á Akureyrarvelli er auðvitað hans stóra skömm að það skuli ekki vera fyrir löngu búið og gert og komið í notkun.

Greinin er efnismikil um störf Höskuldar og auðséð að Hjörleifur þekkir til starfa hans. Í kaflanum „Nokkrar umsagnir um Höskuld segir hann í niðurlagi greinarinnar:

Ef framsóknarmenn ætla á 100 ára afmæli flokksins að gefa honum í afmælisgjöf – þessum aldna höfðingja – stórfelldan klofning sem á rætur að rekja til manns sem allavega eins og er virðist ekki vera til stórræðanna bið ég í lengstu lög framsóknarfólk að hugsa verulega sinn gang.

Comments

comments