Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar.

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar.

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, skrifar á Face­book-síðu sinni í dag færslu sem hefur vakið nokkra athygli. Mest fyrir það sjálfhverfni þingmannsins kemur mjög sterkt í ljós.

Róbert segir: „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átaka­stjórn­mála sem valda stöðnun og hnign­un. Umræðan er ónýt og leiðir til lé­legra ákv­arðana. Þetta hef­ur aldrei verið jafn aug­ljóst og nú,“ seg­ir þingmaðurinn.

Áfram heldur þingmaðurinn:

„Við sem aðhyll­umst um­bæt­ur og al­vöru aðgerðir á sviði um­hverf­is, jafn­rétt­is, mennta- og heil­brigðismála þurf­um að skipa okk­ur í sveit sam­an. Við þurf­um að út­búa sam­eig­in­lega aðgerðaáætl­un fyr­ir næstu kjör­tíma­bil. Stilla sam­eig­in­lega uppá lista í öll­um kjör­dæm­um og stilla upp rík­is­stjórn þar sem hæfi­leik­ar, bak­grunn­ur og verk­efni ráða mann­val­inu,“ seg­ir hann.

Ró­bert vill stjórn sem að mestu yrði skipuð utanþings­ráðherr­um, tillögur af ríkisstjórn sem kynnt yrði fyr­ir kosn­ing­ar og leidd yrði af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Það er ýmsar spurningar sem vakna við þennan málflutning. Er Katrín Jakobsdóttir framtíðarleiðtogi Íslands? Fylgi hennar og hennar flokks mældist 7. desember síðastliðin 9,4%. Björt framtíð flokkur Róberts hefur samkvæmt sömu könnun MMR 4,6% fylgi. Þessar tölur benda til þess að þetta fólk sé ekki með umboð þjóðarinnar.

Það er lágkúrulegur málflutningur að láta sem hér sé allt á vonarvöl. Þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur komið miklu í verk og gengið í mál sem fyrri stjórn var ófær um. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem Samfylkingin (þáverandi flokkur Róberts) stýrði þurfti á björgun á halda, enda sagði þjóðin henni upp í síðustu kosningum. Nú fyrst er landið að rísa eftir djúpa lægð. Þá kallar þingmaðurinn eftir björgun, svolítið sjálfhverft. Vissulega er mikið verk óunnið en Veggurinn telur að við séum á réttri leið.

Comments

comments