2017-Land-Rover-Discovery-5-exterior 2017-Land-Rover-Discovery-Design 2017-Land-Rover-Discovery-front

Reiknað er með því að Land Rover markaðssetji nýjan LR4 Discovery um mitt ár 2017 og þá sem 2018 árgerð. Nokkur spenna hefur verið í kringum þennan bíl um alla Evrópu. Þetta verður annar bíllinn í Discovery fjölskyldunni sem kemur á götuna eftir meiriháttar andlits lyftingu en fyrsta módelið kom á síðasta ári þegar Land Rover kynnti minni útgáfu af Discovery Sport.

Þessi nýja lína Land Rover Discovery bifreiða er hönnuð að mestu úr áli líkt og Range Rover og Range Rover Sport. Land Rover menn kalla þessa nýju hönnun PLA sem stendur fyrir Premium Lightweight Architecture. Þetta gerir bílinn mikið léttari, eyðlsugrennri og auðveldara á að vera að stjórna honum samkvæmt upplýsingum frá Land Rover.

Minni útgáfan af Discovery Sport var ætlað að keppa við bíla eins og BMW X3 og Mercedes-Benz GLC. LR4 bíllinn er hugsaður sem svar og samkeppni við BMW X5 og Mercedes-Benz GLE. Bíllinn á að vera búin háþróaðri tækni s.s. Land Rover’s transparent hood system sem notar myndavélar og head-up display system (HUD) til þess að aðstoða ökumanninn við akstur.

Eins og áður var getið er reiknað með að þessi bíll komi í sölu á síðari hluta ársins 2017. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær bíllinn kemur í sölu hérlendis.

 

 

Comments

comments