938724_1565452347111683_1011752599_o

Kjartan Garðarsson vélaverkfræðingur

Kjartan Garðarsson
vélaverkfræðingur

Kjartan Garðarsson vélaverkfræðingur og einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar varðandi framtíðarþróun orkumála hefur dregið upp spá fyrir þróun eftirspurnar á olíu. Í spá sinni gengur Kjartan út frá því að þróun umhverfisvænnar kjarnorku verði í fararbroddi varðandi orkuumskiptingu heimsins. Hann gerir ráð fyrir að þessi orkubylting verði að ganga yfir á næstu 25 árum og verð á hverja orkueiningu verði u.þ.b. 10 sinnu ódýrara framleitt með þessari tegund kjarnorku en aðrir orkugjafar nútímans.

Það er ljóst að ef þessi spá Kjartans gengur eftir fara þær olíulindir sem þekktar eru í dag og þegar hafin vinnsla úr langt með að duga mannkyninu. Þörfin fyrir frekari olíuleit verður nánast engin. Þessi spá Kjartans er í takti við spá sem CNN og fleiri fjölmiðlar hafa komið fram með. Einn helsti áhrifavaldur af þessari lækkun samkvæmt CNN er niðursveifla í kínversku efnahagslífi. Einnig spilar hér inní að lágt olíuverð er Sadí Arabíu mjög hagfellt til þess að halda áhrifastöðu sinni meðal olíuframleiðsluríkja sem flest hver önnur hafa ekki sama fjárhagslega styrk og Sádar. Talið er að þeir hafi fjárhagslega getu til þess að halda verðinu langt niðri árum saman til þess að tryggja völd sín og áhrif á svæðinu. Þessu til viðbótar koma svo orkupælingar Kjartans sem vel gætu þróast í þá átt að olía verði okkur eins fjarlæg og gas er okkur núna.

Comments

comments