Kynni mín af misnotkun áfengis hófust strax í æsku. Þá einokaði ríkið smásölu í búðum þar sem vínið var afgreitt yfir búðarborð. Þetta fyrirkomulag kom ekki í veg fyrir herfilega misnotkun þess og ömurlega drykkjusiði. Eftir að bjórinn var leyfður og aðgengi að áfengi stórjókst og úrvalið líka snarbatnaði drykkjumenning þjóðarinnar. Fyrst svona vel tókst til með auknu frelsi, af hverju ekki leyfa frelsinu að njóta sín til fulls?

Comments

comments