Í nýjasta vikublaði Economist er skrifað um forsætisráðherra Íslands (fyrrverandi núna ) sem stóran fisk með millifyrirsögn “reformer is entangled by an investigation of offshore shell companies”

Þar tala þeir um Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem umbrotamann sem hefur lagfært og leiðrétt það sem áður hefur gerst eftir hrun.

Greinin segir að SDG hafi barist gegn erlendum kröfuhöfum og náð að verjast þeirra kröfum en eftir útgáfu skjala frá Panama hafi almenningur reiðst forsætisráðherra Íslands.

SDG hefur gert margt til þess að gera íslenskt fjármálakerfi og efnahagslíf betra. Fyrir hrun hafði það verið óhæft og spillt.  Í stjórnartíð hans hafi Ísland byrjað að nálgast fjárhagslegan og eðlilegan stöðugleika. Í Október 2016 borgaði landið á undan áætlun sínar skuldir til alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem þeir höfðu lánað til landsins til að forða því frá gjaldþroti.

Bankastarfsemi sem  var áður  12 % í bólunni af þjóðarframleiðslu er nú 6,7% . Túrísmi hefur margfaldast vegna veikingar krónunnar en sterkir innviðir atvinnuveganna/útflutningsgreina hafa vaxið og standa enn undir megin hluta landsframleiðslunnar.

Þetta allt saman hefði átt að vernda/styrkja forsætisráðherrann en svo er ekki.  Píratar sækja í sig veðrið, flokkur sem berst fyrir annari stjórnarskrá, meira netfrelsi, rafrænum kosningum, er á móti höfundarréttarlögum, flokkur sem er ekki  með formann er spáð þriðjungs fylgi .  Hvað þeir hefðu gert í þerri stöðu SDG stóð frammi fyrir er ómögulegt að segja en það er frekar ólíklegt að þeir hefðu getað gert eins vel og Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn gerði á sínum dögum.

Sagan mun sýna  hvort 1051 dagur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fv. forsætisráðherra  hafi verið betri fyrir Ísland  en þeirra þúsunda sem eyddu dögum á Austurvelli.

En það má segja að í grein Economist var ákaflega jákvætt fyrir Sigmund Davíð en ekki fyrir mótmælendur.

Comments

comments