elkem

Silicon verksmiðja Elkem á Grundartanga

Um nokkurt skeið hafa verið í gildi verndartollar (19%) á Silicon járnblendi frá Kína inn í lönd Evrópusambandsins þ.m.t. Íslands. Síðasta endurskoðun á þessum tollum fór fram árið 2010 og gildistími hennar var til 30. maí árið 2015. Áður en tollarnir féllu niður var málið sett í endurmat hjá Evrópusambandinu og er niðurstöðu að vænta innan 6 – 7 mánaða.

Evrópskir framleiðendur hafa kallað eftir þessari endurskoðun Evrópusambandsins í nokkurn tíma. Benda framleiðendur Silcons á þá staðreynd að Silicon verksmiðjur í Evrópu geti ekki keppt án verndartollanna við þessa framleiðslu Kínverja sem byggist á ódýru vinnuafli. Á móti kemur þrýstingur á Evrópusambandið að lækka eða endurskoða til lækkunar þessa tolla, sérstaklega frá bifreiðaframleiðendum þar sem notkun á Siliconi sem íblöndunarefni hefur aukist hratt.

Ef breytingar verða á þessum verndartollum munu þær hafa veruleg áhrif á áform þeirra sem eru að undirbúa starfrækslu á Silicon verksmiðjum hér á landi. Falli tollarnir niður eða þeir lækki þá er ljóst að rekstrargrundvöllur þessara fyrirhuguðu fyrirtækja getur orðið afar erfiður.

Comments

comments