Það kemur fram í Morgunblaðinu í morgun að Isavia lokaði neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar í heimildarleysi. Form­legt leyfi fyr­ir lok­un svo­nefndr­ar neyðarbraut­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli hef­ur ekki verið gefið út af Sam­göngu­stofu, enda lýtur Samgöngustofa þannig að málin að áhættumat viðvíkj­andi lok­un­inni hafi ekki verið gert. Þetta kem­ur efn­is­lega fram í svari stofn­un­ar­inn­ar til ör­ygg­is­nefnd­ar Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, sem á fyrri stig­um hafði óskað eft­ir því hvort áhætta vegna lok­un­ar­inn­ar hefði verið met­in.

Sam­göngu­stofa svaraði ör­ygg­is­nefnd FÍA síðastliðinn fimmtu­dag, 11. maí, þar sem fram kom að stofn­un­in hefði bent á að Isa­via þyrfti form­legt samþykki henn­ar fyr­ir þeirri breyt­ingu að loka flug­braut­inni. Sam­göngu­stofa fór því fram á að svo­nefnt Notam-skeyti um lok­un flug­braut­ar­inn­ar yrði aft­ur­kallað og nýtt gefið út þar sem braut­in er lokuð tíma­bundið.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra réði til starfa Þorgeir Pálsson fyrrverandi flugmálastjóra fyrir skemmstu til þess að rannsaka sérstaklega öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar. Þetta kom fram í máli Jóns við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins á Alþingi. Jón sagði að í Rögnuskýrslunni svokölluðu, um fram- tíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar eða innanlandsflugsins, hafi ekki verið tekið tillit til þess öryggishlutverks sem Reykjavíkurflugvöllur hafi að gegna gagnvart landsmönnum. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin.

 

Comments

comments