Það var gagnleg umræða um skattamál á Sprengisandi í morgun, efni sem er of lítið rökrætt með almennum hætti.

Í mínum huga snýst skattheimta um 2 mismunandi hugmyndafræðir.

Sú fyrri um að öll laun séu eign ríkisins sem síðan eftirlætur fólki fé til að lifa. Þetta er kallað að nota skattkerfið til tekjujöfnunar.

Sú seinni að öll laun séu eign launþega sem síðan greiða ríkinu fé til að veita sameiginlega þjónustu. Þannig er öllum tryggð þjónusta en ríkinu ekki breytt í skattaofríki.

Um þetta verður kosið í haust.

Comments

comments