Eins og mörgum er kunnugt þá hefur Vísindavefur Háskóla Íslands sett upp staðreyndavakt, meðal annars í samstarfi við Kjarnann. Nú þykir hins vegar mörgum sem svo að Staðreyndavakt Vísindavefsins hafi heldur betur stigið í salatið!
Vísindavefurinn fékk þessa fyrirspurn: Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum? Og hverjum skyldi Vísindavefurinn hafa falið að svara þessu. Jú, Björn Leví Gunnarsson, M.A. í tölvunarfræði og varaþingmaður Pírata var látin svara þessu. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og frambjóðandi Viðreisnar telur þetta ekki ganga upp og birtir eftirfarandi færslu á Facebook:
,,Ókei, staðreyndavakt. Þetta er ekki gott. Í ljósi þess að kóði fyrir kosningakerfi Pírata liggur öllum opinn þá hefði verið lágmark að finna einhvern tölvunarfræðing og sérfræðing í öryggi til að svara spurningum en ekki að láta FRAMBJÓÐANDA PÍRATA gera það, og 9563það án þess að tilgreina sérstaklega að hann sé frambjóðandi (bara varaþingmaður).
Og Björn Leví er ekki bara hver sem er, í umræðum mínum á Pírataspjallinu hef ég ekki kynnst neinum sem leggur jafnmikið á sig til að verja góðan orðstír Pírata, sama hvað. Það er honum mikið hjartans mál, sem er allt í lagi, en gerir hann enn verri kandídat til að svara svona spurningu.
Ef þessari spurningu á að svara heiðarlega þá er ekki hægt að gera það öðruvísi en með „jái“. Það gerir Björn Leví reyndar þá hann reynir að spinna það yfir í „nei“.
„Í stuttu máli þá hafa vefstjórar ekki aðgang að gagnagrunninum.  Kerfisstjórar hafa hins vegar aðgang á meðan kosning er enn í gangi.“
Spyrjandinn spyr hvort kerfisstjórar hafi aðgang. Svarandinn svarar að þeir hafi aðgang. En bara ekki alltaf. Ef maður getur komist að því hvernig Nonni kaus rétt áður en kosningu lýkur þá getur maður komist að því hvernig Nonni kaus.
Þá er auðvitað ekki þar með sagt að einhver hafi gert það. En vandinn við rafrænar kosningar er hins vegar sá að listinn yfir fólk sem þyrfti taka sig saman til að falsa kosningarnar er styttri en í pappírskosningum eins og þær eru útfærðar til dæmis í íslenskum þingkosningum.
En, já vísindavefur, staðreyndavakt er staðreyndavakt. Langur formáli í þessari spurningu breytir því ekki að þetta er vont. Þessi færsla á heima á vefsíðu á borð við „Frambjóðendur svara“,“
segir Pawel Bartoszek.

Comments

comments