Skemmtileg umræða hefur skapast á Facebook um skýrslu meirhluta fjárlaganefndar um síðari einkavæðingu bankanna.

Baldur Hermannsson:

Ýmislegt má um Steingrím segja og flestallt ljótt, en glæpamaður er hann ekki. Hans ógæfa felst í dómgreindarleysi og hömlulausum

Baldur Hermannsson Mynd: Rúnar Gunnarsson

Baldur Hermannsson
Mynd: Rúnar Gunnarsson

metnaðarþorsta sem knúði hann, eins og fíknin knýr fíkilinn, til þess að hremma völd sem hann gat með engu móti staðið undir. Til þess að fullnægja yfirþyrmandi metnaði sínum sparkaði hann niður stigann eina þingmanni vinstri flokkanna sem bar skynbragð á efnahagsmál, Lilju Mósesdóttur, og gerði hana brottræka úr kommaflokknum. Svo klúðraði hann öllu sem hægt var að klúðra og tafði endurreisn Íslands um mörg ár.

Það var hörmuleg ógæfa fyrir Ísland að þessi metnaðarsjúki maður skyldi halda hér um stjórntauma þegar mest á reið, en ótíndur glæpon er hann ekki og sennilega tilgangslaust að elta ólar við fortíð hans núna.

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

guðfinnaMagnað að fólk skuli ekki átta sig á því hvað þessi gjöf Steingríms til kröfuhafanna þýddi fyrir heimilin í landinu. Annað hvort er þetta of flókið mál fyrir fréttamenn eða þeir eru svona rosalega meðvirkir með sínum flokkum Vinstri grænum og Samfylkingunni.

 

Anonimus segir:

Steingrímur J. Sigfússon lýsir sig saklausan mann. Hann berst við það að sannleikurinn komi í ljós. Rúv virðist gera allt til að villa um og draga athyglina frá kjarna málsins. Ég ætla að vona að áhrif eiginkonu Helga Seljans, Katrínu Rut Bessadóttur sem var meðal annars fjölmiðlafulltrúi VG árið 2009, árin sem  þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar voru gerði mistökin er hann færði bankana á silfurfati til kröfuhafa, tók heimilin og fyrirtækin af lífi og hafði ekki kjark til að fara frekar í málið. Skýrslan fjallar einmitt um þessi mál og það er dularfullt hvernig Rúv. beitir sér í málinu og ver fólkið sem einmitt kom að þessum málum sem skýrslan er að draga fram í dagsljósið. Þetta er fólkið sem vill nú stíga fram og stjórna landinu!

 

RÚV hefur lítið fjallað um efnisatrið skýrslunnar en birti frétt um slúður á Stundinni sem þeir settu saman vegna tölvupósts sem óvart fór á Stundina. Það að RÚV sé að birta tölvupóst sem þeir viðurkenna í fréttini hafi verið sendur fyrir mistök en birta samt eru þeir að brjóta lög samkvæmt  9.mgr.47.gr. laga um fjarskipti: „Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.“

Comments

comments