„kæru íslendingar og fjölmiðlar þeirra

ég er búin að vera upp í sumarbústað , ÚTI Á LANDI ( sem ég elska ) og greinilega missti af stórum leðjuslag . kannski fyrir bestu . ég er nú ekki vön að verja mig en vegna náttúrubaráttunnar langar mig að reyna að leiðrétta einn stóran misskilning :

mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu “ redneck“ í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við rolling stone , sky news og fleiri í síðustu viku . í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra . eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði . finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni . 

fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega , redneks eru alls staðar í öllum löndum

og bara svo það sé alveg á hreinu : ég elska af öllu hjarta ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið
áfram rúral !!!

gleðileg jól

hlýja

björk

p.s. já ég borga skatta á íslandi“

Comments

comments