Talvert er talað um að þétta byggð og ekki síst í tengslum við Vatnsmýrina og flugvöllinn.

Þegar ég horfi yfir miðborgina þá finnst mér frekar augljóst að stærsta tækifærið til þess að bæta miðbæinn, auka við íbúðarhúsnæði, auka við þjónustu og bæta mannlífið er fólgið í því að byggja þar sem nú er Reykjavíkurtjörn. Þessi vatnspollur er gróðrastía fyrir bakteríur og óþverra auk þess að vera griðastaður fyrir vargfugla sem sækja í fuglsunga. Mitt mat er að þetta sé lýti á annars ágætri borg. 

Með því að ræsa fram tjörnina mætti byggja skemmtilegt hverfi sem væri blanda af íbúðarhúsnæði og þjónustu. Þar gætu jafnvel verið síki í stíl við erlendar fyrirmyndir og hverfið gæti verið bíllaust.

Slík framkvæmd myndi hjálpa verulega við að fjölga íbúum og bæta menningu og mannlíf í miðborginni. Þetta gæti verið fyrsta bíllausa hverfið á Íslandi og fyrirmynd í nýtingu á orku á innviðum.

Þetta gæti líka verið tengingin sem vantar til að tengja saman háskólasvæðið við miðborgina sem nú er slitið í sundur.

Comments

comments