Tiguan2 Tiugan1 Tiguan3 Tiguan4 Tiguan 5 Tiguan6

Öfugt við það sem oftast gerist, að sala falli, þegar neytendur eiga von á nýrri útgáfu af bifreið. Bifreið sem oftar en ekki er stærri, betri og sparneytnari þá jókst salan af VW Tiguan jeppanum, þrátt fyrir að vitað sé að VW ætlaði að koma með nýja útgáfu 2016.

Tiguan, hefur komið mjög vel út með kraftmikla vél og góða aksturseiginleika. Nýja útgáfan sem á að koma á markað vorið 2016 á að ganga enn lengra og slást um markaðshlutdeild við bíla eins og Nissan Qashqai og jafnvel BMW X1.

Greinilega má sá ættarsvip Tiguan við ný módel af Golf og Passat. Ein áhugaverðasta útgáfan af bílnum verðu GTE plug-in tvinn bíll sem einungis mun losa 42 grömm af CO2 á hvern kílómeter. Eyðslan er áhugaverð eða 1,58 lítrar á hundraðið eða 149 mílur á hvert gallon. Tala sem ekki sést oft fyrir jeppabifreiðar.

Nýi Tiguan bíllinn er 60mm lengri og 33mm lægri sem gefur honum lágt og fágað yfirbragð. Gaman að geta þess að nokkuð af kynningarefni fyrir bílinn var tekið upp á Íslandi.

Comments

comments