Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA

Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA

Framkvæmdastjóri IKEA segir í Fréttablaðinu í morgun að fyrirtækið hyggist gefa hverjum flóttamanni sem kemur hingað til landsins hundrað þúsund króna inneign í versluninni. Þá er fyrirtæk- ið tilbúið að veita flóttamönnum atvinnu í samstarfi við Vinnumálastofnun.

Hér kveður við nýjan tón þar sem hugsað er í lausnum, lausnum sem ætlað er að gera komu þessa fólks til Íslands eins bærilega og kostur er. Þetta er hugsunarháttur sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.

„Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast sam- félaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.

Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntan- legur til landsins hundrað þúsund króna inneign.

„Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inn- eign hjá okkur,“

segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign.

„IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjöl- breyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstak- linga,“

segir Þórarinn. Það er athygli vert að hér koma eigendur og stjórnendur fram á völlinn með hugsunina hvað getum við lagt að mörkum til þess að gera komu þessa fólks eins góða og hugsast er. Öfugt við það sem oftar heyrist þ.e. að fólk hefur sterkar skoðanir á því hvernig hið opinbera eigi að ráðstafa sameiginlegum sjóðum okkar.

Vel gert!

 

Comments

comments