straumurDV greinir frá því að íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðaráss fjárfestingabanki, hefur innt af hendi milljarða króna í bónusgreiðslur til um 20-30 núverandi og fyrrverandi starfsmanna félagsins. Voru bónusarnir, sem áætlað var í ársbyrjun 2015 að myndu nema samtals 23 milljónum evra, jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna, greiddir út um miðjan desembermánuð á síðasta ári, samkvæmt heimildum DV.

Stærstur hluti bónusgreiðslnanna fór til aðeins nokkurra lykilstjórnenda ALMC og fengu þeir hver um sig jafnvirði mörg hundruð milljóna króna í sinn hlut.

Þetta er nokkuð sérstakt því hér er verið að greiða stjórnendum bónusa úr félagi sem fór í greiðsluþrot í mars 2009 og kláraði nauðasamninga í ágúst 2010. Í kjölfarið var tekið upp nafnið ALMC.  Samkvæmt frétt á mbl.is segir Jakob Ásmunds­son, fyrr­um for­stjóri Straums greiðslurn­ar vera í takti við þró­un­ina er­lend­is.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem ágirnd starfsmanna Straums (nú ALMC) kemst í fréttir því í sömu frétt á mbl er það rifjað upp að Bón­us­greiðslur hjá Straumi komust í umræðuna árið 2009 þegar hug­mynd­ir um háar ár­ang­urs­rík­ar greiðslur rötuðu í fjöl­miðla. Hug­mynd­in um greiðslurn­ar var þó sleg­in af borðinu eft­ir hörð viðbrögð al­menn­ings. Óttar Páls­son, þáver­andi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, skrifaði í kjöl­farið bréf í Morg­un­blaðið og baðst af­sök­un­ar fyr­ir hönd Straums. Hann sagði að ein­blínt hefði verið um of á er­lend­ar aðstæður og að fyr­ir­ætlan­irn­ar hefðu ekki verið í nægi­leg­um tengsl­um við veru­leik­ann sem við Íslend­ing­ar bjuggu við.

Það er ljóst að þessar greiðslur nú í enda síðasta árs eru ekki í neinum takti við íslenskan raunveruleika og engan skal furða þó að almenningur komi til með að mótmæla þessari ráðstöfun harkalega. Viðbrögð almennings við Borgunarmálinu síðustu daga eru vísbending um hvað er í vændum. Vissulega er hér ekki um sambærileg mál að ræða en þolinmæði almennings gagnvart þeim aðilum sem skammta sér bónusgreiðslur sem eru margföld árslaun venjulegs launafólks er þverrandi.

 

 

Comments

comments