Volkswagen atvinnubílar frumsýndu þrjá nýja bíla síðastliðinn laugardag í nýjum og glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170-174. Um er að ræða sjöttu kynslóð svokallaðrar T6 línu sem samanstendur af Volkswagen Transporter, Multivan og Caravelle. Þessir þrír frumkvöðlar byggja allir á arfleifð hins rómaða Volkswagen T1 „rúgbrauðs“ og hafa löngum þjónað þeim dyggilega sem hafa þurft á traustum og áreiðanlegum atvinnubílum að halda.

Sjötta kynslóðin er talsvert uppfærð og kemur með enn meiri staðalbúnaði, aflmeiri vélum og miklu úrval af aðstoðarkerfum fyrir ökumann. Bíla í Volkswagen T6 línunni er hægt að fá beinskipta eða með sjö þrepa DSG sjálfskiptingu í margskonar útfærslum. Einnig er hægt að velja um framhjóla- og fjórhjóladrif með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn.

„Það er virkilega gaman að vígja nýjan sýningasal með svona flottri frumsýningu. Gestirnir voru mjög áhugasamir enda eru þessir þrír bílar í T6 línunni glæsileg viðbót við flotann okkar. Það var mikið rennsli og frumsýningin heppnaðist mjög vel,“
segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla.

Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni um helgina.

rh_object-43 rh_object-61 rh_object-14 rh_object-2 rh_object-17 rh_object-11

Comments

comments