Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ekki hrifinn af fundi vinstri manna sem haldinn var í gær í Iðnó. Var þétt setið á opnum fundi þar sem rædd var möguleg samvinna flokkanna eftir kosningar. Ljóst þykir að stjórnarandstöðuflokkarnir eru farnir að setja sig í stellingar fyrir næsta kjörtímabil. Yfirskrift fundarins var „Eigum við að vinna saman?“.

Brynjar segir skoðun sína á fundinum og dregur hvergi undan. Brynjar segir

„Nú skal lögð áhersla á heiðarleika og lýðræði. Aldrei gefa vinstri menn eftir í lýðskruminu.“

Brynjar heldur áfram og minnir stjórnarandstöðuflokkanna að þeir séu í meirihluta í borgarstjórn þar sem samstarfið hafi ekki gengið sem best.

„Þar verður ekki nokkur maður var við heiðarleika eða lýðræði enda hlustar meirihlutinn alls ekkert á borgarbúa. Þar að auki er þessi heiðarlegi og lýðræðissinnaði meirihluti á góðri leið með að keyra borgarsjóð í þrot, sem er kraftaverk út af fyrir sig.“

Þá segir Brynjar að lokum:

„Ég held að það sé afleit hugmynd að þetta annars ágæta fólk stjórni landinu líka.“

Pistill Brynjars á Pressunni:

Comments

comments