Sjóræningjarnir Píratar stæra sig af því að vera ekki með skipstjóra en samt berjast þeir um starfið, Viðreisn er villt eftir að eitt landið í ESB hvarf af landakorti þeirra, Framsóknarmenn vita ekki hvað þeir eiga að gera þegar formaðurinn er annar en forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekkert svo allir séu ánægðir með formanninn, Samfylkingin leitar að fylkingunni, það er slökkt á framtíðinni og  Vinstri Grænir eru nákvæmlega einsog þeir voru fyrst, á móti öllu.

Það er ekki nema von að „eitthvað annað“ fékk mestu fylgisaukninguna í síðustu skoðanakönnun.

 

Comments

comments