Það er gott að rifja upp árangur og loforð núna þegar kosningar nálgast. Í stærsta sveitarfélagi landsins er stjórnin sem líklegast mun stjórna landinu,  stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri Grænna og Samfylkingar. Dagur B tók fyrst við borgarstjórn í Október 2007 og var hann borgarstjóri í hundrað daga. 2010 tók hann við sem formaður borgarráðs sem skuggaborgarstjóri Jóns Gnarrs. 2014 hætti Jón Gnarr og Dagur B Eggertssson tók við sem kjörinn borgarstjóri. Mikið hefur verið sett út á skort á íbúðum, þjónustu borgarbúa, gatnakerfi og skóla á þeim tíma sem borgarstjórinn hefur stjórnað og þá flokkar sem hann hefur með sér.

Ef horft er á skuldsetningu borgarinnar og kostnað við rekstur hennar er hann í öfugu hlutfalli við árangurinn. Skuldir aukast og kostnaður vex þrátt fyrir að þjónusta versni.

reykjavik skuldir og rekstrargjöld

Á dögunum upplýsti Borgarstjóri að það væri skortur á íbúðarhúsnæði í borginni og þörf væri á 5000 íbúðum. Margoft hefur verið bent á að skortur á íbúðum hefur verið mikill frá 2008 og er borgarstjórinn að viðurkenna það núna sex árum síðar. Reyndar lofaði hann fyrir síðastu borgarstjórnarkosningar 2500 til 3000 íbúðum og bíða menn enn spenntir eftir þeim íbúðum.

Á heimasíðu Þjóðskrár Íslands www.skra.is er að finna fjölda íbúða í sveitarfélögum. Þar kemur fram að íbúðum í Reykjavík hefur einungis fjölgað um 1082 á síðustu 5 árum, þ.e. frá árslokum 2010 til ársloka 2015!

Þetta eru staðreyndir um efndir.

Comments

comments