Seðlabankinní svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um rannsókn mála vegna meintra gjaldeyrisbrota.

Þar kemur fram að 77 mál eru til rannsóknar hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands. 112 aðilar, lögaðilar eða einstaklingar hafa verið kærðir í 23 málum vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Engin mál voru kærð í fyrra og engin mál hafa verið kærð það sem af er þessu ári.

Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn 11 málum sem gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur kært og bankinn hefur sjálfur afturkallað fjögur mál frá árunum 2012 til 2014.

Sjö mál hafa verið endursend frá sérstökum saksóknara til Seðlabankans frá árunum 2011 til 2015 og eitt mál, sem Seðlabankinn hefur kært, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.

Þessar tölur sýna að Seðlabanki Íslands hefur farið offari í þessum málum. Löngu er tímabært að regluverk í tengslum við þá aðila sem fara með einhverskonar rannsóknar og ákæruvald verði lagfært með þeim hætti að eigi rannsóknin ekki við rök að styðjast þá beri þeir sem hana fyrirskipuðu ábyrgð á gerðum sínum ásamt því að vera bótaskyldir.

Comments

comments