Deiliskipulag um Reykjavíkurflugvöll fellt úr gildi.

 

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála var að kveða upp úrskurð og fella úr gildi deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var svokölluð neyðarbraut tekin út af skipulagi. Framsókn og flugvallarvinir hafa ávallt haldið því fram og bókað frá 2014 að þeir telji að umræddu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar sé áfátt og eigi þeir ágallar að leiða til ógildingar þess eins og nú hefur verið úrskurðað.

Comments

comments