liljaThorsteinnLilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, sagði á þingfundi undir atkvæðagreiðslu um fjárlög

„að ekki væri hægt að láta bjóða sér það að menn væru fliss­andi í þingsaln­um und­ir áhrif­um.“

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók til máls við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta og sagði.

„Hér í gær­kvöldi féllu um­mæli sem ekki er hægt að sitja und­ir,“

Þor­steinn sagðist vilja fá að vita hvaða menn Lilja hafi verið að tala um og und­ir hvaða áhrif­um þeir hafi verið. Ef það yrði ekki upp­lýst sætu all­ir þing­menn und­ir grun um að átt hefði verið við þá. Þingmaður­inn sagði að drægi Lilja ekki um­mæl­in til baka bæðist af­sök­un­ar á þeim ætlaði hann að taka málið upp í for­sæt­is­nefnd þings­ins þar sem hann ætti sæti.

Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, tók til máls eft­ir ræðu Þor­steins og sagðist líta málið al­var­leg­um aug­um. Hann hafi gert til­raun til þess að ræða við Lilju Raf­ney en það hafi ekki verið hægt að koma því við. Hann myndi áfram ræða málið og skoða það til hlít­ar.

Það er einkennilegur og ljótur siður sem plagar þingmenn, þegar þeir dylgja um hluti og ætlast til að komast upp með það athugasemdalaust. Forseta þingsins ber að taka þetta mál föstum tökum og víta þingmanninn hafi hún ekki rök fyrir þessum ásökunum sínum.

 

 

Comments

comments