Hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur dregið fram bæði það besta og það versta í fari þjóðarinnar. Þannig hefur enn á ný komið í ljós ótrúleg fórnfýsi og elja þess fólks sem starfar í björgunarsveitum landsins. Fjölmiðlar margir hverjir virðast stunda sjálfstæða rannsókn á málavöxtum og lögreglan fær vart ráðrúm til þess að sinna rannsókn á málinu. Það er í sjálfu sér ágætt að fjölmiðlar haldi laganna vörðum við efnið. Svo eru einstaklingar sem hafa tekið hlutina skrefinu lengra og brugðið sér í hlutverk lögreglunnar. Það er algerlega afleitt í máli sem þessu sem er auðvita mjög viðkvæmt fyrir alla aðstandendur.

Kona ein skrifaði færslu á hlekk hjá Nútímanum á Facebook.  Hún hefði persónulega fundið út úr því hverjir eru í áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq sem snúið hefur verið til hafnar vegna rannsóknarinnar og sent tölvupóst á alla áhafnarmeðlimi.

Þessi uppákoma hefur vakið mikla athygli og sýnt er að þorra almennings er ekki skemmt yfir þessu uppátæki. Nauðsynlegt er að gefa lögreglu svigrúm til þess að vinna í þessum málum án þess að almenningur blandi sér með beinum hætti í þessa rannsókn.

 

 

Comments

comments