Samtök álframleiðenda

Í ræðu Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls tók hann saman nokkrar staðreyndir um álklasann hér á landi fyrir árið 2015.

Innlend útgjöld álvera á Íslandi námu um 92 milljörðum 2015.  Útflutningstekjurnar voru 237 milljarðar eða 38% af vöruútflutningi.

Raforkukaup álvera námu um 41 milljarði. Laun og launatengd gjöld námu í fyrra um 16 milljörðum, sem er umtalsvert hærri laun en meðallaun eru á almennum vinnumarkaði.  Starfsmenn álvera á Íslandi voru um 1.452 árið 2015, en auk þess voru fastir starfsmenn verktaka inni á álverssvæðunum um 530.

Skattar og opinber gjöld álfyrirtækjanna námu um 6 milljörðum árið 2015.

 

Comments

comments