Ræktun í þéttbýli er sífellt að aukast, sérstaklega á þetta við í Tokyo. Fólk vill fá að vita hvaðan það grænmeti sem það lætur ofan í sig er upprunnið og hvort notast hefur verið við eitur og önnur efni til þess að hvetja vöxtinn.

Þessi hugsun hefur opnað nýja möguleika fyrir grænmeti og ávexti sem eru ræktaðir á vinnustöðum fólks. Á ensku er þessi ræktun kölluð Urban Farming eða Borgarræktun.

Með alla þá orku og hreint vatn ættu að vera hæg heimatökin fyrir okkur að taka þetta upp og nota til þess að heilla þá túrista sem okkur sækja heim. Sjáið fyrir ykkur tómataplöntur og gúrkur í anddyri hótels, verslunarmiðstöðvar þar sem grænt og gott væri ræktað beint og stór fyrirtæki sem settu sér það markmið að allt grænmeti í mötuneyti starfsmanna væri ræktað á staðnum.

20322701425_29bcb6585d_z 19702363093_75698ee6ba_z 20323714925_1727c4ddc5_z 20297031206_53c406b79b_z farm_header

Comments

comments