Fyrir kjósendur í komandi kosningum til Alþingis skiptir máli að horfa til gerða hinna þriggja ráðuneyta sem hafa farið með stjórn landsins eftir 1. febrúar 2009, loforð þeirra og efndir. Ríkisstjórná Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. verður helst minnst fyrir það annars vegar að slá skjaldborg um kröfuhafa og tryggja þeim ránsfeng og hins vegar að leggja ofuráherslu á breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins, sem var ekki forgangsverkefni eftir hrun, enda stóðst stjórnskipan landsins.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar verður hins vegar minnst fyrir þess að ná hluta ránsfengins aftur úr hendi kröfuhafanna, leiðrétta skuldir heimila og fást við stjórn efnahagsmála í þágu þjóðarinnar.

Mikilvægt innlegg í umræðu um svikin kosningaloforð vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms J. er bók Jóns Torfasonar ,,Villikettir og vegferð VG“. Bókin sýnir og sannar að stjórnmálamenn, sem eru með mestan fagurgala í undanfara kosninga, eru fyrstir til að svíkja málstaðinn þegar ráðherrastóll er í boði.

Athyglisverður er líka ritdómur, herra Guðna Jóhannessonar forseta Íslands á ,,ég frásögn“ Steingríms J. í bókinni ,,Frá hruni og heim“, sem kom út haustið 2013. Ritdóm þennan má lesa í 1. hefti Sögu 2014.

Bókin Villikettir og vegferð VG er staðfesting þess að Íslendingar eiga annað og betra skilið en vinstri stjórn undir forsæti Pírata, eins og formaður Samfylkingsrinnar virðist veikur fyrir, þó með öllu sé óljóst að hún nái kjöri til setu á Alþingi.

Comments

comments