bitcoin_euroNet­gjald­miðill­inn bitco­in gæti hentað Íslend­ing­um sér­lega vel vegna fyr­ir­sjá­an­leika varðandi verðbólgu en hins veg­ar er tækn­in ennþá ný og gengið alltof óstöðugt til þess að hægt sé að íhuga upp­töku. Til stend­ur að opna ís­lenska kaup­höll fyr­ir net­gjald­miðla.

Hlyn­ur Þór Björns­son hélt er­indi um bitco­in á fundi Skýrslu­tækni­fé­lags Íslands í dag, þar sem hann fjallaði m.a. hent­ug­leika gjald­miðils­ins fyr­ir Íslend­inga. Hann bend­ir á að gjald­miðill­inn sé óháður pen­inga­prent­un bank­anna og geti ekki búið til verðbólgu eða þanið út lána­kerfið. Tækn­in sé hins veg­ar aðeins sex ára göm­ul og gengið mjög óstöðugt. Þá sé banka­kerfið ekki búið und­ir að taka við gjald­miðlin­um.

Aðspurður hvort bitco­in gæti orðið gjald­miðill framtíðar­inn­ar svar­ar hann ját­andi og seg­ir að spenn­andi verði að sjá stöðuna eft­ir um það bil tíu ár. „Það er ekki hægt að taka upp mynt sem er kannski að sveifl­ast um fimm­tíu pró­sent á ein­um mánuði, þó við sjá­um nú krón­una okk­ar gera það af og til,“ seg­ir hann glett­inn.

Hver bitco­in færsla kost­ar eina krónu og skipt­ir fjár­hæðin sem fer á milli ekki máli. Ljóst má því telja að fyr­ir­tæki gætu hagn­ast nokkuð af út­breiðslu gjald­miðils­ins þar sem kred­it­korta­færsl­ur kosta fyr­ir­tæki yf­ir­leitt um tvö til fimm pró­sent af kaup­verði. Aðspurður seg­ir Hlyn­ur að fáir séu hins veg­ar farn­ir að taka við bitco­ins en bend­ir þó t.d. á Dell og Microsoft.

Laga­leg staðfest­ing

Eitt bitco­in kost­ar í dag um 300 doll­ara og hafa geng­is­sveifl­urn­ar verið mikl­ar á síðustu árum. Hvert bitco­in kostaði nokk­ur sent fyr­ir fjór­um árum en fyr­ir tveim­ur árum fór gengið upp í eitt þúsund doll­ara. Hann seg­ir gengið keyrt áfram af spá­kaup­mennsku um þess­ar mund­ir auk þess sem kaup­end­ur eru til­tölu­lega fáir. Ef ein­hver los­ar sig t.d. við mikið magn á skömm­um tíma get­ur verið erfitt að finna kaup­end­ur með til­heyr­andi áhrif­um á gengið…

Lestu áfram á mbl.is

Comments

comments