Hörður Arnarsson  forstjóri Landsvirkjunar

Hörður Arnarsson
forstjóri Landsvirkjunar

Gunnar Þór Heiðarsson  aka Nöldrarinn

Gunnar Þór Heiðarsson
aka Nöldrarinn

Forstjóri Landsvirkjunar Hörður Arnarsson geystist fram á fjölmiðlavöllinn í gær og kvartaði yfir framkomu forsvarsmanna Norðuráls. Norðurálsmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er hafnað.

Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum almennings við þessu upphlaupi forstjórans. Sérstaka athygli Veggsins vakti vel skrifaður og kraftmikill pistill Gunnars Þórs Heiðarssonar sem bloggar reglulega undir nafninu „Nöldrarinn“ Grípum hér aðeins niður í skrif Gunnars:

„Það er verulegt áhyggjuefni þegar forstjóri Landsvirkjunar velur að fara fram í fjölmiðlum með dylgjum og hálfsannleik og fær að komast upp með slíkt atferli án nokkurra athugasemda eða krafna um rökstuðning. Í kastljósi gærkvöldsins hélt maður að eitthvað yrði saumað að forstjóranum fyrir þetta framferði, a.m.k. krafist einhverra raka fyrir þessum dylgjum. En Helgi Seljan, sem oft hefur verið harður við borð Kastljóss, beitti sér lítt. Var eins og hann hefði fyrir framan sig uppskrifaðan spurningalista, saminn af Herði sjálfum.“

Áfram heldur Gunnar og segir:

„Á kjarnanum er nokkuð víðtækt viðtal við Hörð, eða öllu heldur eintal af hans hálfu. Eftir lestur þess eintals er það fyrsta sem manni dettur í hug að þessi maður sé þjóðhagslega hættulegur, meðan hann sinnir starfi forstjóra hjá einu stæðsta fyrirtæki landsins og því langstæðsta sem er í eigu landsmanna.

Hörður nefnir til sögunnar hóp manna sem hafa verið duglegir að halda á lofti þeirri skoðun að Landsvirkjun eigi fyrst og fremst að hugsa um innanlandsmarkað og að virðisaukinn sem raforkan gefur verði til hér á landi. Þessi hópur manna hefur verið duglegur að rökstyðja að sala á rafmagni úr landi sé hin mesta firra. Þá hefur þessi hópur bent á að tvær leiðir séu til að nýta hagnað Landsvirkjunar, annars vegar til uppsöfnunar og hins vegar til lægra orkuverðs og þannig setja landið í forsæti í heiminum með ódýra orku. Hópurinn mælir með seinni leiðinni, enda kemur hún landi og þjóð best…“

Þessa kjarnmiklu og vel skrifuðu ádrepu Gunnars má nálgast í heild hér.

Comments

comments