Flestir fjölmiðlar birta yfirlýsingu Norðuráls vegna ummæla Harðar Arnasonar forstjóra Landsvirkjunnar á blaðamannafundi í gær.

Á RUV.is birtist eftirfarandi frétt.

fr_20141128_007138

Norðurál segir það af og frá að öll gagnrýni á Landsvirkjun sé á ábyrgð fyrirtækisins, líkt og skilja mátti af orðum forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum í gær. Þá sé það út í hött að halda því fram að Norðurál stýri ákveðnum verkalýðsfélögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Norðurál sendi frá sér í dag.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í Kastljósi í gær að þeir sem hafi haldið því fram að hátt orkuverð Landsvirkjunar til Rio Tinto væri ástæða þess að fyrirtækið ráðist nú í hagræðingaraðgerðir sem birtist í hörðum kjaraviðræðum, séu tengdir Norðuráli. „Þetta eru náttúrulega bara stjórnendur Norðuráls sem við beinum þessum orðum okkar til,“ sagði Hörður aðspurður um hvað hann ætti við. Hann sagði ákveðna aðila sem unnið hefðu með Norðuráli og standa meðal annars á bak við vefsíðu og félagsskap undir nafninu Auðlindir okkar, hafi haldið þessum sjónarmiðum á lofti. Að Landsvirkjun sé að knýja stóriðjufyrirtækin um mjög hátt verð í nýjum samningum og þannig neyða þau úr landi.

Þessu vísar Norðurál á bug og segir yfirlýsingar forstjórans vonbrigði.

Norðurál og Landsvirkjun takast nú á um endurnýjun raforkusamnings frá 1997. Sá samningur rennur út 2019.

Yfirlýsing Norðuráls:
„Norðurál vísar á bug ásökunum forstjóra Landsvirkjunar í garð stjórnenda félagsins í allmörgum fjölmiðlum í gær.  Af máli hans má draga þá ályktun að nær öll gagnrýni sem beinist að Landsvirkjun í opinberri umræðu, í málum af ýmsum toga, sé á ábyrgð Norðuráls.  Jafnframt er því haldið fram að Norðurál stýri ákveðnum verkalýðsfélögum.  Eins og allir sjá þá eru þessar fullyrðingar út í hött.

Viðræður um samningsbundna framlengingu orkusamnings milli fyrirtækjanna hafa farið fram af kurteisi og virðingu og góður gangur verið í þeim nýlega. Það er því óvænt og mikil vonbrigði að Landsvirkjun skuli koma fram með þessum hætti eftir nærri 20 ára farsælt samstarf fyrirtækjanna.

Norðurál mun áfram vinna af heilindum að samkomulagi við Landsvirkjun og vonar að Landsvirkjun geri hið sama.“

Comments

comments