Til hamingju skagamenn!

VIKINGUR_AK-100 í heimahöfn

Nýtt og stórglæsilegt skip hefur bæst í flota landsmanna. Víkingur AK sem er núna þegar þetta er skrifað er að leggjast við bryggju á Akranesi. Skipið er í eigu HB-Granda hf. og verður með heimahöfn á Akranesi. Skipið ber nafnið Víkingur AK- 100 einsog sá Víkingur og einkennisstafi sem kom fyrst til Akranes 21. 3619077_vikingur_ak_100október 1963 eða fyrir 52 árum og 2 mánuðum síðan. Það skip var smíðað í Bremerhaven fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness og var hann gerður út frá Akranesi alla tíð.

Víkingur sá var mikið happafley, bæði sem togari og nótaveiðiskip.

Vík­ing­ur er annað upp­sjáv­ar­veiðiskipið sem HB Grandi læt­ur smíða í Celiktrans Den­iz Insa­at Ltd. í Tyrklandi en það fyrra var Venus sem kom til landsins í maí fyrr á árinu.

Comments

comments