Það var húsfyllir á stórsýningu HEKLU sem haldin var síðastliðinn laugardag þar sem fjölmargar glæsibifreiðar frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi voru til sýnis. Frumsýningarstjarnan Skoda Suberb sló rækilega í gegn og ofurtöffarinn Audi RS7 vakti verðskuldaða athygli. Börn sem fullorðnir fengu sér ís og á meðan yngsta kynslóðin varð enn litríkari eftir skemmtilega andlitsmálningu drukku þeir eldri ljúffengt kaffi. Úrval vistvænna bíla var á staðnum en HEKLA er leiðandi á þeim markaði og býður upp á níu vistvæna kosti sem samanstanda af rafbílum, tvinnbílum og tengiltvinnbílum. Salarkynni HEKLU eru nýuppgerð og líf og fjör var í hverjum sal.

„Síðastliðna mánuði höfum við staðið í miklum endurbótum á húsnæði HEKLU. Það var því ekki bara verið að sýna splunkunýja bíla á laugardaginn heldur líka nýtt húsnæði. Stórsýningin heppnaðist einstaklega vel og allir salirnir okkar voru sneisafullir af glöðum gestum, við vorum hæstánægð með daginn,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU.

Hér fyrir neðan eru myndir frá sýningunni.

IMG_4022 IMG_3999 IMG_4015 IMG_4024 IMG_4037 IMG_3995 IMG_3954 IMG_4013 IMG_4054 IMG_4089 IMG_4016 IMG_3942 IMG_4055

Comments

comments