Samkvæmt frétt á mbl.is hefur græn­lenska út­gerðin Niisa Trawl hef­ur ákveðið að senda skip­verja græn­lenska tog­ar­ans Reg­ina C heim til Græn­lands vegna óvild­ar sem þeir hafa mætt á Íslandi í kjöl­far hvarfs Birnu Brjáns­dótt­ur.

Á vef grænlenska útvarpsins seg­ir að menn­irn­ir hafi orðið fyr­ir for­dóm­um í versl­un á höfuðborg­ar­svæðinu og á göt­um úti. Þetta hafi átt sér stað eft­ir að aðilar úr áhöfn Pol­ar Nanoq voru hand­tekn­ir í tengsl­um við hvarf Birnu. Sjó­menn­irn­ir, sem tengj­ast ekki hvarfi Birnu með nein­um hætti, höfðu ætlað sér að kaupa sæl­gæti og blöð í versl­un, þegar þeim var neitað um af­greiðslu og vísað út úr versl­un­inni.

Hér skiptir öllu að við Íslendingar höldum ró okkar. Ef það reynist rétt að ógæfumenn ættaðir frá Grænlandi hafi framið hér voðaverk, er sá verknaður bundin við þessa ógæfumenn en ekki grænlensku þjóðina.

Grænlendingar eru vinaþjóð okkar, bræður og systur. Grænlendingar, Færeyingar, Íslendingar við bindumst órjúfanlegum vinaböndum og við megum ekki láta ógæfu einstaklinga spilla því sambandi. Við ættum að faðma alla grænlendinga sem við hittum og sýna þeim að við erum vinir og bandamenn. Núna þurfa þeir að finna okkar hug.

Það gerist því miður af og til að íslenskir aðilar brjóta af sér alvarlega, jafnvel mjög alvarlega í öðrum löndum. Við værum ekki kát með það ef allir Íslendingar þyrftu að gjalda þess.

Sýnum nú stillingu og sýnum hversu stórt og gott hjarta þessi þjóð hefur. Föðmum Grænlendinga og látum þá vita að okkur þykir óendanlega vænt um þá.

 

Comments

comments