Út er komin skýrsla um leiðréttinguna.  Ýmsir hafa talið sig hafa tilefni til þess að kvarta enn á ný yfir því að skattarnir þeirra hafi verið notaðir til að niðurgreiða húsnæðislán annarra. Svo túlka menn þessa aðgerð mjög frjálslega. Til dæmis fer ritstjóri Kjarnans á kostum og kallar þessa leiðréttingu Þjóðarskömm.

Því er rétt að minna enn á ný þá óhrekjanlegu staðreynd að engin króna af skattrgreiðslum almennings var notuð í leiðréttinguna. Til hennar voru sérstaklega sóttir 80 milljarðar króna frá slitabúum gömlu bankanna og öðrum fjármálastofnunum. Einnig er rétt að halda hér til haga aðgerðin var frá fyrsta degi kynnt sem almenn aðgerð sem mundi lenda hjá öllum þeim sem skulduðu í húseignum sínum lán í íslenskum krónum. Flestum ætti að vera í fersku minni sá mikli mismunur og sú óbilgirni sem lántakendur í íslenskri mynnt urðu fyrir en ekki þeir sem skulduðu í erlendum mynntum eftir að dómar féllu í þeim málum.

Það er því eftirá skýring að halda því fram að aðgerðinni hafi verið ætlað að gera eitthvað annað eins og að vera einhverskonar jöfnunartæki milli ríkra og fátækra eins og mætti ætla eftir lestur greinarinnar á Kjarnanum.

Það er rétt sem kemur fram í Kjarnanum að leiðréttingin átti sinn hlut í því að ýta hér undir ruðningsáhrif en auðvelt er að átta sig á því að þau áhrif eru óveruleg m.a. vegna þeirrar miklu dreifingar sem varð á endurgreiddu fjármagni.

Lóðaskortur í Reykjavík hefur haft umtalsvert alvarlegri áhrif á þróun fasteinaverðs í borginni heldur en leiðréttingin gerði. Að halda öðru fram er tilraun til sögufölsunar.

 

Comments

comments