Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli í dag, á kvenréttindadaginn.

„Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“

Segir Dagur. Dagur hefur fengið harða gagnrýni síðasta árið sérstaklega m.a. frá þessum miðli. En þó að Veggurinn geti stundum verið beinskeyttur og hvass þá er hann sammála borgarstjóra að kjósendur í Reykjavíkurborg eiga að fá að leggja dóm á verk núverandi meirihluta.

Comments

comments