Helgi HjörvarHelgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins þar sem hann var að reyna að útskýra slaka mætingu Samfylkingarmanna í þinginu eins og kom fram í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag. Þetta hittir þingmenn Samfylkingarinnar illa fyrir þar sem framan af kjörtímabilinu eyddu þeir miklu púðri í að gagnrýna Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir slaka mætingu í þinginu.

Strax haustið 2013 fór Helgi Hjörvar mikinn og 17. október 2013 kvartaði hann á Alþingi í dag undan fjarveru forsætisráðherra frá þingfundum. Sagði að erfitt sé að veita framkvæmdavaldinu aðhald þegar „verkstjórinn“ er ítrekað fjarverandi.

Þessi umræða var síðan endurvakin með reglulegu millibili en keyrði líklega um þverbak á þingfundi þann 13. október 2015. Þá sagði  Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar,: „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“

En þegar tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að Sigmundur Davíð hefur verið fjarverandi 1130 sinnum en hinn ágæti Helgi Hjörvar 1111 sinnum. Það verður einnig að taka það fram að Sigmundur Davíð er fyrrum forsætisráðherra þjóðarinnar en ekki Helgi Hjörvar og þurfti því starfsins vegna að vera mikið erlendis. Það er því nánast engin munur á fjarveru þingflokksformanns Samfylkingarinnar og sjálfum forsætisráðherra.

Það er einnig áhugavert að skoða það að Helgi Hjörvar tilkynnir aðeins í 2,8% tilfella um fjarvist sína fyrirfram. Því er ekki nema von að menn velti því fyrir sér hvað Helgi Hjörvar hefur eiginlega verið að borða allt kjörtímabilið?

Comments

comments