BarcelonaÞrátt fyrir að vera ein af stórborgum álfunnar er stemmningin í Barcelona mjög afslöppuð. Borgin er líka ákaflega fögur og götumyndin víðast hvar aldagömul. Nálægðin við hvítar strendur gerir það líka að verkum að ferð til Barcelona getur sameinað borgar- og sólarferð.

Borgin er þekkt fyrir að vera heimavöllur skapandi fólks og hún ber þess svo sannarlega merki. Byggingar Gaudí eiga sér enga hliðstæðu, listasöfnin hafa að geyma óteljandi dýrgripi og á veitingastöðunum er borinn fram matur sem er töfrum líkastur, nær allan sólarhringinn. Hverfi borgarinnar hafa hvert sín sérkenni og gaman að rölta um eða hjóla til að upplifa þessa fjölbreytni sem borgin hefur upp á að bjóða. Hvar sem maður er niðurkominn í borginni þá getur maður verið viss um að það er góður matur í seilingarfjarlægð.

 

heimild: turisti.is

Comments

comments