Bensi

Facebook færsla.

. . lífeyrissjóðirnir eru orðnir „stærsta snjóhengjan“ í íslensku efnahagslífi; – þeir eru alltof stórir pólitískt og taka til sín vald og áhrif langt umfram það sem umboð þeirra gefur – þeir eru auk þess að safna til sín „skattfrjálst“ meiri fjármunum í gegn um gríðarlega skattlagningu á almenningi sem greiðir bráðum 15,5% af launaveltu og kannski 18 eða 20% áður en við vitum af ef farið er að ítrustu hugmyndum.

Það á sér einhverjar og sennilega einfaldar skýringar að ekkert einasta ríki hefur byggt upp sambærilegt lífeyrissjóðakerfi – með innborgun og ávöxtunarsjóðum sem framlengja launamun frá vinnutímabili inn á lífeyristöku – ekkert einasta ríki hefur heldur komið því þannig fyrir að verðtrygging íbúðalána færir lífeyrissjóðakerfinu sjálfvirka ávöxtun í gegn um okurvexti og fákeppni. Það er heldur engin tilviljun að þessi „Vítisvél Andskotans“ sem verðtryggingin er felur í sér þá hættu að hér verði óhjákvæmilegt annað hrun – sem undirstrikar ósjálfbærni lífeyrissjóðakerfisins íslenska. Meðan unga fagmenntaða fólkið okkar hrekst úr landi undan misrétti og löskuðu heilbrigðiskerfi og skólum – og hræðilegu okri á húsnæðismarkaðinum og verðtryggðum lánum sem elta menn útyfir gröf og dauða – safnast lífeyrissjóðafurstarnir og slá um sig með „bankakaupum“ – – eins og þeir hafi til þess umboð frá okkur almenningi eða hvað????.


Þetta gengur auðvitað ekki svona – að óbreyttu munu lífeyrissjóðir landsmanna soga til sín næstum alla peningana í landinu með ávöxtunarkröfum sem fara langt umfram hagvöxt og heilbrigða ávöxtun.
– – og það sér hver einasti maður að það verður aldrei sjálfbært til lengdar . . . hér erum við með kerfi sem hrynur yfir okkur bæði efnahagslega og pólitískt. Veikburða lýðræði okkar þolir ekki þessa valdsækni og umboðslausa fursta sem leika sér utan við armslengd þeirra eigenda sem með réttu ættu að stjórna peningum almennings.

Við eigum enga aðra möguleika til að komast hjá efnahagshruni og samfélagshruni – aðra en en skera upp lífeyrissjóðakerfið og færa okkur nær gegnumstreymislífeyriskerfi með afar hóflega sjóðsöfnun.
Yfirstærð núverandi sjóða þurfum við að skala niður – með skattlagningu og með því að leggja „skyldusparnað á sjóðsöfnun“ til að fjármagna húsnæðislánakerfi fyrir almenning – með raunsærri ávöxtunarkröfu og án sjálfvirkrar skrúfu verðtryggingar og okurvaxta.

Comments

comments