Björgvin Hjörvarsson eðlisfræðingur

Björgvin Hjörvarsson
eðlisfræðingur

Á fundi Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar 16. desember sl. var Björgvin Hjörvarsson, prófessor í eðlisfræði við eðlisfræði- og stjörnufræðideild
Uppsalaháskóla, valinn í eðlisfræðideild akademíunnar.

Björgvin hefur stundað rannsóknir á sviði ”finite size effects”, sem fjalla um hvernig teyging efnis hefur áhrif á eðliseiginleika þess.

Björgvin hefur einnig rannsakað áhrif vetnis á seguleiginleika og hvernig vetni má nota til að stjórna formi efna.

Rannsóknir hans hafa haft mikla þýðingu varðandi geymslu vetnisgass og áhrif vetnis á efni þegar vetni er geymt.

Konuglega sænska vísindaakademían velur Nóbelverðlaunahafa í eðlisfræði árlega.

Comments

comments