Dagur_Gudfinna„Það er ekki er rétt sem Dagur segir í viðtalinuí Fréttablaðinu í dag að aukning íbúða 2015 skrifist á átak borgarinnar við úthlutun lóða. Borgin hefur ekki verið í neinu átaki við fjölgun lóða, það er verið að byggja á lóðum sem eru búnar að vera í höndum annarra aðila en borgarinnar í mörg ár, aukningin 2015 skrifast ekki á átak borgarinnar við úthlutun lóða. Það eru engar fjölbýlishúsalóðir til sölu eða hafa verið til sölu í mörg ár með fleiri en 5 íbúðum. Það er hins vegar stefnt að því að úthluta lóðum á næstu misserum.“ Segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir.

Á fundi borgarráðs 14. janúar sl. lagði Dagur loksins fram svör við tveimur fyrirspurnum sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram í borgarráði 19. nóvember sl. Fyrirspurnirnar eru svohljóðandi:

1. Óskað er eftir upplýsingum um það hvenær og hvaða 10 lóðir það eru sem borgin úthlutaði síðast/seldi byggingarrétt á undir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum og þá hversu mörgum íbúðum.

2. Óskað er eftir yfirliti yfir þær lóðir sem borgin hefur nú til sölu byggingarrétt á fyrir fjölbýlishús með fleiri en fjórum íbúðum. Fyrirspurn um úthlutun á síðustu 10 lóðum fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum.
Í svari borgarstjóra er einungis upplýst um tvær lóðir sem úthlutað var með fleiri en 5 íbúðum. Var þeim úthlutað á síðasta kjörtímabili. Annars vegar lóð fyrir 8 íbúða raðhús og hins vegar lóð fyrir 95 stúdentaíbúðir. Þá bendir borgarstjóri í það að úthlutað hafi verið 5 lóðum fyrir 5 íbúða raðhús og þremur lóðum til viðbótar hafi verið úthlutað en upplýsir ekki um fjölda íbúða á þeim.

Fyrirspurn um lóðir til sölu fyrir fjölbýlishús með fleiri en 4 íbúðum
Í svari borgarstjóra kemur fram að engar slíkar lóðir séu til sölu. Hann bendir hins vegar á að það standi til að úthluta eða ráðstafa lóðum undir 1200 íbúðir á þessu og næstu misserum. Dagsetningar liggja ekki fyrir hvenær það verður.

Comments

comments