PublicCharts Kísilmálmur hefur verið að lækka mikið í verði síðastliðið ár. Kemur það eflaust illa niður á Elkem sem er með vinnslu á Grundartanga. Þrjár aðrar verksmiðjur eru í uppbyggingu á landinu eða á Grundartanga, Helguvík og Bakka við Húsavík. Er þetta áhyggjuefni fyrir Landsvirkjun þegar tekið er tillit til þess að álverð hefur einnig verið að lækka og eru ál- og kísilmálmfyrirtæki að kaupa rúm 80% af allri orku Landsvirkjunnar. Hefur þetta neikvæð áhrif á útflutningstekjur þar sem álframleiðsla er um 40% af vöruútflutningi þjóðarinnar og getur sett uppbyggingu kísilmálmverksmiðja í uppnám.

Hér má sjá verðþróun á Kísilmálmi.

Comments

comments