Sigurður Már Jónsson fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar hefur reglulega birt á Facebook vegg sínum það sem hann kallar „Graf dagsins“. Þar birtir Sigurður ýmiskonar skýringarmyndir sem endurspegla efnahag landsins. Hér fyrir neðan má sjá færslu dagsins.

Graf dagsins er fengið að láni frá Viðskiptaráði. Það sýnir styrkingu íslensku krónaunnar síðustu misseri sem er umtalsverð.
Frá ársbyrjun 2015 hefur breska pundið lækkað úr 198 niður í 139 kr., evran úr 154 kr. niður í 119 kr. og bandaríkjadalur úr 128 kr. niður í 112 kr.
Viðskiptaráð bendir á að styrking krónunnar hefur breytt aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Kaupmáttur hefur aukist umtalsvert en á sama tíma hefur staða útflutningsfyrirtækja veikst.

Comments

comments