Frosti Sigurjónsson

Nú hefur gripið um sig mikil gleðisprengja víðsvegar um þjóðfélagið vegna kaupa er­lendra sjóða og fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á tæp­lega 30% hlut í Ari­on banka, fyr­ir ríf­lega 48,8 millj­arða króna, þetta eru líklega stærstu ein­stöku hluta­bréfa­kaup er­lendra aðila í sögu landsins. Ekki eru allir jafn hrifnir af þessari ráðstöfun. Þannig ritaði Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður þetta á Facebook vegg sinn.

„Forsætisráðherra Íslands segir það „sannarlega góðar fréttir“ að útlendingar fjárfesti í íslenskum banka og þar með einu stærsta og arðbærasta fyrirtæki landsins. Arion á hátt í þriðjung allra lána til íslenskra heimila og atvinnulífs. Þessi útlán eru verulega arðbær og hér eftir mun arðurinn af þeim að miklu leiti renna úr landi. Forsætisráðherrann virðist samt ekki mjög upptekinn af slíkum smáatriðum, talar þess í stað um „tímamót“ og mikið „styrkleikamerki“.
Ætla mætti af fagnaðarlátunum að erlendir aðilar væru að stofna hér nýjan banka til að efla samkeppni en svo er ekki. Þeir eru einfaldlega að kaupa hlutabréf á lágu verði og ætla sér að hámarka arðinn af þeim. Því meiri sem fákeppnin og gróðinn í bankarekstri þeim mun meiri arður. Tímamótin miklu felast því miður einungis í því að nú fer arðurinn af bankanum og þar með vaxtagreiðslum heimilanna að renna úr landi.“

Þessir vogunarsjóðir hafa ekki allir hreint mjöl í pokahorninu. Á þessari slóð má sjá umfjöllun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um einn af nýju eigendum Arion banka. Í þessari umfjöllun segir meðal annars.

„“Gaining the upper hand in a business venture by engaging in corrupt practices is bribery in its purest form,” said Assistant Director in Charge Sweeney.  “Doing so with the intention of influencing a foreign official in his or her capacity is nothing short of corruption.  In this scheme, payments of millions of dollars were paid out to senior officials within certain parts of Africa in exchange for access to profitable investment opportunities.“

Rétt er að hvetja sem flesta til þess að kynna sér þessa skýrslu. Þessir vogunarsjóðir eru þekktir fyrir það að beita mjög vafasömum aðferðum og mútum til þess að ná sínu fram. Það setur að manni óþægilegan hroll að lesa yfir þessa umfjöllun bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Vissulega poppar upp í hugann hverjum skildi hafa verið greitt undir borðið hér?

Comments

comments