Íslensk stjórnvöld, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hafa til skoðunar hvaða áhrif niðurstaða ESA sem birt var í dag hefur á íslenskan orkumarkað. Samkvæmt niðurstöðunni þurfa íslensk stjórnvöld að breyta lögum til að tryggja að orkufyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir. Segja má með þessu að ESA sé að krefjast auðlindagreiðslu af orkufyrirtækjunum.

Í niðurstöðu ESA segir að þetta sé nauðsynlegt til að tryggja sanngjarna og virka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. En engum dylst að á þeim markaði ríkir fákeppni. Íslensk stjórnvöld hafa einn mánuð til að bregðast við, annars hefur ESA rannsókn á málinu.

 

 

Comments

comments