Píratar fara nýjar leiðir í kosningabaráttu sinni að þessu sinni. Það sem helst hefur vakið athygli að þessu sinni er innflutningur þeirra á Evu Joly sem kjósendur í Frakklandi höfnuðu á eftirminnilegan hátt en Píratar og starfsfólk RÚV virðast hafa óbilandi trú á. Raunar er það svo að þegar að Eva Joly gaf kost á sér sem forseti Frakklands þá fékk hún á milli 1 og 2% atkvæða. Í skoðanakönnun sem stórblaðið Le Monde framkvæmdi fyrir kosningarnar 2012 galt hún afhroð með þeim hætti að 50% Frakka töldu hana vera óheiðarlega og 80% sögðu hana vanhæfa.

Enn á ný fellur starfsfólk RÚV á prófinu og telur það varða alþjóð hvað þessi bitra kona hefur fram að færa. Í Kastljósi var henni boðið svigrúm til þess að ata íslensku stjórnmálastéttina auri með rógburði og yfirlætislegu þvaðri. Engin rök, engar sannanir, ekkert nema illmælgi sem ætlað er að sá fræjum öfundar og reiði. Sjónvarpsmaður ársins, leit út eins og smádrengur í stuttbuxum horfandi á goðið sitt stóreygður og fullur lotningar. Goðið sem mikill meirihluti Frakka telur að sé óhæf og óheiðarleg.

Píratar hafa með þessu herbragði sínu skipað sér á bekk með Donald Trump í kosningaslag sínum. Markmiðið er að ata keppinautana aur með órökstuddum ávirðingum í þeim tilgangi að grafa undan trúverðugleika þeirra.

Comments

comments