Það er ekki bara gaman að vera Íslendingur. Mér finnst það stórkostlegt.
Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt. A-landsliðið karla valtar yfir Hollendinga í tvígang, Landsliðið undir 21 klárar Frakka með glæsilegum hætti. Landslið okkar í körfu spilar í fyrsta skipti á EM og síðan eru drengirnir okkar í handbolta alltaf jafntraustir. Við eigum afreksfólk jafnt í einstaklings- sem hópíþróttum.
Íslenskir listamenn eru meðal þeirra fremstu; Björk, Of Monsters and Men og Sigurrós svo einhverjir séu nefndir.
Öflug tónlistarkennsla og íþróttastarf er að skila sér.
Það eru forréttindi að vera Íslendingur og upplifa ævintýri nánast á hverjum degi.
Ég mun aldrei skilja af hverju sumum finnst það hroki að vera stoltur Íslendingur. Ekki frekar en útlendingar skilja hvernig í fjandanum 300 þúsund manna þjóð getur boðið stórþjóðum byrginn, í listum, menningu, íþróttum og viðskiptum.

Comments

comments