Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gaf út skýrslu núna í nóvember 2015 sem nefnist „Jólaverslun 2015 og jólagjöfin í ár“ í þessari skýrslu segir meðal annars.

„Allt bendir til þess að verslun yfir jólamánuðina verði með góðu móti í ár. Heildarvelta í smásöluverslun nálgast óðum þær hæðir sem hún náði velmegunarárið 2007, þó enn sé hún um 11% minni að raunvirði. Í nýútkominni þjóðhagsspá Hagstofunnar kemur fram að atvinnuástand sé gott, samið hafi verið um miklar launahækk- anir á árinu og að kaupmáttur hafi farið vaxandi. Á sama tíma hafi hið opinbera lækkað efra þrep virðisaukaskatts og fellt niður vöru- gjöld á ýmsum neysluvörum. Aðgerðir stjórnvalda við að lækka húsnæðisskuldir heimila komust í framkvæmd við upphaf árs og með bættri skuldastöðu hafi ráðstöfunartekjur því aukist. Það er því ekki að undra að landsmenn líti björtum augum fram á veginn en væntingavísitala Gallup var 43% hærri nú í október en í fyrra. Vaxandi bjartsýni og velmegun þjóðarinnar birtist í auknum kaup- um á bílum, raftækjum og ferðalögum. Það er því ekki ástæða til annars en að vænta líflegrar verslunar um jólin í ár.

Áberandi er að jólaverslun hefur verið að færast í meira mæli á net- ið. Ætla má að hluti neytenda kaupi allar jólagjafir eða hluta þeirra á netinu, ýmist frá innlendum eða erlendum netverslunum. Velta þeirra verslana sem skráðar eru í atvinnugreinaflokk netverslana hjá Hagstofunni var fyrir síðustu jól fjórum sinnum meiri en fimm árum áður og umtalsverður vöxtur er einnig í netverslun Íslendinga frá útlöndum.

Samkvæmt lauslegri könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar áforma margar verslanir aukinn kraft í netverslun fyrir jólin. Þannig má til dæmis gera ráð fyrir að íslenskar verslanir reyni að innleiða þann erlenda verslunarmáta sem kenndur er við Svartan föstudag (Black Friday) og í kjölfarið Net-mánudag (Cyber Monday) í lok nóvember. Dagar þessir eru taldir vera formlegir upphafsdagar jólaverslunar í Bandaríkjunum, og nágrannaþjóðir okkar hafa verið að taka upp á undanförnum árum.“

Skýrsluna má nálgast í heild með því að smella á nafn hennar hér að ofan.

 

Comments

comments